Creative Commons hefur hætt notkun þessa lagatóls og mælir ekki með því að það sé notað á verk.
Sá einstaklingur /eða einstaklingar) sem tengt hafa skjal þetta við tiltekið hugverk („vottur“ eða „gefandi“) staðfestir hér með annað hvort (a) að hann votti um það að verkið sé eftir sinni vitneskju laust undan höfundarétti og sé því í almenningi í því landi þar sem það var útgefið, eða (b) að hann gefi höfundarétt sinn og tengd réttindi varðandi verkið sem tilgreint er neðar („verkið“) í almenning. Að auki gefur vottur öll höfundaréttindi sín sem hann kann sjálfur að hafa varðandi verkið og er í þeim skilningi „gefandi samkvæmt neðangreindu.“
Vottur hefur gert það sem hægt er að ætlast til af honum til þess að staðfesta höfundaréttarstöðu verksins. Vottur gerir sér jafnframt grein fyrir því að þó að hann telji sig grandlausan þá verði það ekki endilega til þess að verja hann fyrir bótaskyldu ef verkið reynist ekki vera í almenningi.
Gefandi gefur verkið til hagsbóta fyrir allan almenning en þannig að það bitni á mögulegum hagsmunum erfingja. Ætlun gefanda er að þessi gjörningur sé opinbert og varanlegt afsal á öllum réttindum í nútíð og framtíð sem leiða af höfundaréttarlögum hvort sem réttindin eru orðin til eða ekki. Gefandi gerir sér grein fyrir því að í slíku afsali felst einnig afsal á rétti til þess að framfylgja réttindum vegna verksins með aðkomu dómstóla.
Gefandi gerir sér grein fyrir því að eftir að verk hefur verið fært undir almenning þá sé öðrum það frjálst að búa til eintök af því, dreifa því, breyta því, byggja á því og hagnýta allan hátt og í öllum tilgangi hvort heldur sem er í ágóðaskyni eða ekki og að meðtöldum aðferðum sem ekki hafa enn verið fundnar upp eða verið upphugsaðar.